Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og nútíma, sveitasamfélag á síðustu metrunum sem hnusar treglega af nýjum tíma.
Hér kemur einnig stéttamunur til tals, sem og hinn mikli menningarmunur á möl og dal, sem hlýtur að hafa verið höfundi hugleikinn, konu sem lengstum bjó í sveit en flutti loks á Krókinn og skrifaði sig úr honum sauðárgráum inn í prentvélarnar fyrir sunnan.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 15 klukkustundir í hlustun. Kristján Franklín Magnús leikari les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun