Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jussi Adler-Olsen

Yfirstjórn dönsku lögreglunnar vill leggja Deild Q niður, finnst hún hafa náð litlum árangri við að leysa gömul sakamál. Carl Mørck og félagar berjast gegn þeirri ákvörðun og reyna um leið að komast til botns í nýjum málum sem eiga rætur í fortíðinni.

Roskin kona finnst myrt í Kaupmannahöfn og glæpurinn minnir á gamalt óupplýst morðmál. Ökuníðingur eltir ungar konur og ekur þær niður. Hvaða leyndu þræðir liggja á milli þessara mála – og hvernig tengjast þau nokkrum ungum, sjálfhverfum konum sem lifa á bótum og leita stöðugt nýrra leiða til að ná meiri peningum út úr kerfinu?

Jussi Adler-Olsen er óumdeildur konungur danskra glæpasagna og hefur eignast fjölda aðdáenda á Íslandi og víða um heim. Afætur er sjöunda bókin um Carl Mørck og Deild Q.

Jón St. Kristjánsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 17 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Davíð Guðbrandsson les.