Friðþjófur Helgason hefur tekið ljósmyndir á Akranesi í hartnær hálfa öld og er hvergi nærri hættur. Myndasafn hans er einstök heimild um mannlíf, sögu og samfélagið á Skaganum. Úrval mynda hans hefur birst í fjórum bókum til þessa og nú kemur sú fimmta, Svona er Akranes, sem ber skýr höfundareinkenni Friðþjófs sem allt tíð hefur haft einstaklega næmt auga fyrir sérkennum og fjölbreyttu mannlífi bæjarins. Akranes hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum og hvarf Sementsverksmiðunnar er sterkasta táknmynd þess. Þar bíður nýtt svæði uppbyggingar á sama tíma og byggðin teygir sig hratt upp Garðaflóann. Allt þetta fangar Friðþjófur með myndavélinni sinni og færir okkur ásýnd Akraness eins og hún er.
Bókin er tvítyngd, á íslensku og ensku.