Höfundur Tessa Bailey
Piper Bellinger er tískuáhrifavaldur en orðspor hennar sem villt partíljón þýðir að gula pressan er stöðugt á eftir henni. Eftir að Piper lendir í steininum eftir alltof mikla kampavínsdrykkju í stjórnlausu þakpartíi segir stórefnaður stjúpfaðir hennar hingað og ekki lengra. Nú þurfi hún að standa á eigin fótum. Hann sendir hana og systur hennar til Westport í Washington-ríki þar sem faðir þeirra heitinn hafði átt litla krá. Piper hefur varla verið í þessum afskekkta fiskibæ í fimm mínútur þegar hún hittir Brendan Taggart, stóran og skeggjaðan skipstjóra. Hann er sannfærður um að glamúrgella eins og hún muni ekki endast í heila viku svo fjarri lúxuslífinu í Beverly Hills. En Piper er þrjósk og ákveðin í að sýna stjúpföður sínum – og þessum myndarlega en óþolandi heimamanni – að meira sé í hana spunnið.
Westport er smábær og því rekst hún á Brendan hvert sem hún fer. Þessi skemmtanaglaða glamúrskvísa og önugi sjómaðurinn eru andstæður sem þó laðast hvort að öðru. Piper kærir sig ekki um neinar truflanir, síst í formi tilfinninga til karlmanns sem er úti á sjó í margar vikur í senn. Um leið og Piper tengist aftur fortíð sinni fer henni að líða eins og hún eigi heima í Westport. Þá fer hún jafnframt að velta því fyrir sér hvort yfirborðskennda partílíð sem hún þekkti sé það sem hún raunverulega vill. Los Angeles kallar hana til sín en Brendan – og þessi bær – gæti þegar hafa numið hjarta hennar.
Tessa Bailey, sem býr í New York, hefur verið kölluð meistari rómantískra nútímabókmennta. Bækur hennar hafa margsinnis verið í efstu sætum á metsölulista New York Times. Þetta er fyrsta bókin hennar sem kemur út á íslensku.