Höfundur: Åsne Seierstad

Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.

„Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“

Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.

990

101 dagur í Bagdad

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 50mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

990 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik