Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Helgi Guðmundsson

Wonders of Iceland er einkum ætluð ferðamönnum sem leggja leið sína til Íslands.

Bókin er prýdd miklum fjölda ljósmynda eftir þjóðþekkta ljósmyndara. Sérstakt Íslandskort er að finna í bókinni þar sem sýnt er hvaðan myndirnar eru.

Þetta er þó ekki eingöngu myndabók því að í bókinni er ítarlegur bókarauki sem Helgi Guðmundsson leiðsögumaður og kennari hefur tekið saman um land og þjóð. Þar er að finna ágrip af sögu landsins, kafla um jarðfræði, gróður og dýralíf, íslenska menningu og íslenska þjóð auk ýmissa hagnýtra upplýsinga sem gagnlegar eru fyrir ferðamenn. Robert Cook þýddi textann á ensku og Helmut Lugmayr á þýsku.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands ritar formála.

Bókin er 64 blaðsíður að stærð. Hún kemur út í tveimur útgáfum, á ensku og þýsku. Jón Ásgeir í Aðaldal hannaði bók og kápu.

800 kr.
Afhending