Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Björn Ingi Hrafnsson

Faraldur geisar um heiminn, yfir lönd og álfur æðir veira sem sýkt hefur milljónir manna og lagt hundruð þúsunda að velli. COVID-19 hefur nánast kollvarpað hagkerfi heimsins og kallað á harðar aðgerðir. Enn sér ekki fyrir endann á baráttunni.

Mánuðum saman hafa Íslendingar sameinast við sjónvarpstækin og fylgt leiðsögn okkar færustu sérfræðinga. Sóttkví, einangrun, skimun, smitrakning, hjarðónæmi, öll þessi orð hafa orðið okkur töm. Árangurinn er ótrúlegur þegar horft er til heimsins í kring. Hvernig heppnaðist mönnum að hemja fyrsta áhlaup veirunnar hér á landi? Hvers vegna þurftu færri Íslendingar hlutfallslega að leita hjálpar á gjörgæslu en víðast hvar í heiminum? Hvernig tókst að vernda elstu kynslóðina og halda tölu látinna í lágmarki? Hvernig raðgreinir maður veirur? Hver voru helstu mistökin, hvað mátti gera betur? Hvað fór fram að tjaldabaki í almannavörnum, heilbrigðiskerfi og ríkisstjórn?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum er að finna í þessari bók. Stuðst er við gögn sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings, rætt er við starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, vísindamenn sem glímdu við flóknar gátur, stjórnmálamenn sem tókust á við erfiðar ákvarðanir, og loks fólkið sem smitaðist, veiktist — og lifði.

4.610 kr.
Afhending