Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ragna Sigurðardóttir

Fimm knýjandi sögur sem fara með lesandann í tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld.

Í úthverfi Reykjavíkur týnir kona barni og glímir við afleiðingar þess; ungur málari grípur til örþrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sína leið þrátt fyrir þöggun; og flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunar-kraft sinn í nýju umhverfi. Í fimmtu og síðustu sögunni, um ungling sem á sér einn draum heit-astan, birtist kjarni sagnanna fimm: Þvert á tíma og rúm eiga persónurnar það sameiginlegt að rækta drauma sína og skapa eigið líf.

Ragna Sigurðardóttir hefur sent frá sér sex skáldsögur, smásögur og ljóð. Fyrir skáldsöguna Borg var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 7 klukkustundir og 3 mínútur að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á brot úr fyrstu smásögu hljóðbókarinnar:

4.040 kr.
Afhending