Höfundur: Hjalti Halldórsson
Dísa fer út á vatn með Dreng vini sínum og Jónsa frænda. Tilgangurinn er að athuga hvers vegna vatnið er orðið grænt en Dísa er í sínum eigin rannsóknarleiðangri. Hún er sannfærð um að í vatninu búi geimvera. Verst er þó að enginn trúir henni og hún verður því að taka málið í eigin hendur.
Við sögu koma líka draugar og kleinur, já og mýflugur. Mjög mikið af mýflugum!
Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun!