Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Karl Emil Gunnarsson, Sara Gruen

Vatn handa fílum er upprifjun öldungsins Jakobs á ævintýraferðum æsku sinnar um Bandaríkin. Þrátt fyrir að aðstæður séu ömurlegar og ofbeldi daglegt brauð varpa töfrar sirkuslífsins og ástarinnar ljóma á minningarnar svo að úr verður einstaklega heillandi og litrík saga af horfinni veröld.

Jakob er rúmlega tvítugur og á aðeins eftir vikur af erfiðu dýralæknanámi þegar hann missir foreldra sína í slysi og kemst að því að allar eigur þeirra hafa runnið til að kosta nám hans. Hann gengur út úr lokaprófinu án þess að líta um öxl og er fyrr en varir kominn í slagtog við farandsirkus þar sem líf manna og dýra er eilíf barátta, enda er þetta í miðri heimskreppunni. Dýrin eru horuð, hrakin og barin og hlutskipti Jakobs verður að annast þau, hjúkra þeim eftir óhöpp og barsmíðar og vernda þau – og aðra.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 49 mínútur að lengd. Stefán Jónsson les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun