Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Per J. Andersson

Sagan um Indverjann sem elti ástina sína á hjóli frá Nýju Delí til Borås í Svíþjóð er sönn og það sem meira er: Hún segir okkur að allt sé hægt. Það eina sem þarf er sjálfsöryggi, þolgæði og gamalt reiðhjól.

Þegar Pradyumna Kumar Mahanandia var nýfæddur spáði stjörnuspekingur þorpsins honum óvenjulegri framtíð: „Hann mun kvænast stúlku sem er ekki af ættbálkinum, ekki úr þorpinu, ekki úr héraðinu, ekki úr ríkinu og ekki heldur frá landi okkar.“ Spádómurinn fylgir Píkei, eins og hann kallar sig, og þegar hann er orðinn götulistamaður í Nýju Delí og kynnist sænsku stúlkunni Lottu er hann viss um að þarna sé hún komin, framtíð hans …

Per J. Anderson er blaðamaður og skrifar einkum um ferðalög. Hann er sérfróður um Indland sem hann hefur sótt reglulega heim undanfarin þrjátíu ár.

Ísak Harðarson þýddi.