Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Vigdís Grímsdóttir

Þorpið mitt liggur í djúpum dal milli hárra fjalla. Sumir segja að það sé á Vestfjörðum, aðrir að það sé á Austfjörðum og enn aðrir fullyrða að það sé á hálendinu; en satt að segja veit fólkið sem býr hérna ekkert um hvar það er …

Sögumaður hér er tólf ára gömul stúlka sem ber nafn Nínu Bjarkar Árnadóttur, uppáhaldsskáldkonu móður sinnar, og hún lýsir lífinu í þorpinu sínu sem umlukið myrkum múr hvílir undir þungri glerhvelfingu.

Í þessum lokaða heimi fer fram tilraun til að skapa fyrirmyndarsamfélag; þar leikur hver og einn sitt hlutverk undir ógnarstjórn þeirra sem valdið hafa.

En Nína litla á sér drauma og vonir, og knúin áfram af ljóðum nöfnu sinnar, einlægri forvitni og fegurðarþrá leitar hún frelsisins sem allir sakna.

Trúir þú á töfra? er saga sem gerist í náinni framtíð og leiðir lesendur inn í völundarhús gerræðis og grimmdar sem enginn skilur – en einnig til þeirrar tæru gleði yfir lífinu sem ilmur fortíðar og angan framtíðar færir.

Þetta verk Vigdísar Grímsdóttur er sannkallaður óður til skáldskaparins en afhjúpar jafnframt varnarleysi manneskjunnar í flókinni lífsbaráttu þar sem töfrarnir einir megna að lýsa henni veginn.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

1.260 kr.
Afhending