Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

„Vísvitandi afvegaleiðing orða og hugtaka jafngildir spillingu tungumálsins sem síðan spillir samskiptum manna og siðferði samskiptanna. Á endanum blasir við siðrof, fyrst manna í millum, síðan siðrof þjóðfélagsins“.

Svo mælti Sigurður Pálsson í ræðu á Austurvelli í mars 2014 á fundi sem haldinn var til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um slit aðildarviðræðna að ESB. Þessi ræða vakti mikla athygli á sínum tíma og hún er prentuð hér í heftinu, enda enn í fullu gildi. Salvör Nordal heimspekingur er á svipuðum slóðum í merkilegri hugleiðingu um þvælu sem í æ ríkara mæli virðist notuð með markvissum hætti í þjóðmálaumræðunni; þetta tengir Salvör við hugmyndir þýska stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt um vald annars vegar og afl hins vegar. Þriðja greinin sem hefur að geyma umræðu um „umræðuna“ er eftir Huldu Þórisdóttur doktor í félagslegri sálfræði, en eins og Salvör kom Hulda nálægt ritun Rannsóknarskýrslu alþingis um hrun íslensku bankanna – undirstöðurit sem oft sýnist ekki vanþörf á að rifja upp. Hulda dregur fram landlæga ósiði í umræðuhefðum hér og „kerfisbundnar skekkjur í þankagangi“ og leggur til nokkrar hugmyndir um úrbætur.

Vert er líka að vekja sérstaka athygli á beinskeyttri grein eftir Margréti Tryggvadóttur um margs konar hættur sem steðja að barnabókum – og læsi barna.

Og er þá fátt eitt talið af efni þessa heftis.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.