Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Út er komið fyrsta hefti ársins af Tímariti Máls og menningar og kennir þar ýmissa grasa.

Stærsta greinin er eftir Þorstein Þorsteinsson bókmenntafræðing og þýðanda og fjallar um Tímann og vatnið. Þarna gengur íslenskur ljóðrýnir loksins á hólm við þennan sögufrægasta ljóðaflokk 20. aldar og reynir að lesa hann eins vel og honum er unnt.

Haukur Ingvarsson tekur stórt viðtal við Ófeig Sigurðsson sem vakti mikla athygli nú fyrir síðustu jól með skáldsögu sinni um Jón Steingrímsson og Tómas R. Einarsson skrifar um kúbanska skáldið Ernesto Padilla sem sætti ofsóknum kommúnistastjórnarinnar fyrir ljóð sín á sjöunda áratugnum.

Guðni Th. Jóhannesson veltir fyrir sér heimildum sagnfræðinnar í ýmsum skilningi – þ.e.a.s. hversu langt sagnfræðingnum er heimilt að ganga, hvernig hann á að umgangast heimildir sínar, hvað má birta og hvað má liggja. Önnur sagnfræðileg álitamál eru á ferð í grein Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra um nýjustu bók Þórs Whitehead og meintan vopnaburð kommúnista. Hjörleifur Stefánsson fjallar um ýmis álitamál kringum íslenska torfbæinn en Ólafur Páll Jónsson heimspekingur tekur upp hanskann fyrir sumt í íslenskri umræðumenningu en gagnrýnir þó það sem hann nefndir „sæmdarþorsta“ Íslendinga. Silja Aðalsteinsdóttir gerir upp síðasta leikár, ljóð eru eftir Anton Helga Jónsson, Þórunni Valdimarsdóttur, Kristján Þórð Hrafnsson og Hallgrím Helgason og ritdóma skrifa þau Soffía Auður Birgisdóttir og Guðbjörn Sigurmundsson.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

2.040 kr.
Afhending