Flokkar:
Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson
Tímagarðurinn er saga af leit. Aðalpersónan Brynjar er á þrítugsaldri, ístöðulaus og sorgmæddur veit hann ekki alveg hvað hann á af sér að gera og veldur bæði móður sinni og kærustu sáru hugarangri. Og sjálfum sér sömuleiðis, enda er líf hans í öngstræti.
En þá grípa forlögin og skriftvélavirkinn Beggi í taumana. Við kynnumst reynsluheimi íslenskra karlmanna sem sitja í gömlum Rambler sem malar um vegi landsins með viðkomu í sjoppum, á bryggjum, inn til dala og hjá einkennilegum mönnum sem vanhagar um varahluti í bíla.
Þá kynnumst við heimsborgaranum og rónanum Tóta í tauinu sem reynist Brynjari betri en enginn – þrátt fyrir gruggugan bakgrunn og sérstaka lífssýn.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun