Ég sá bara að þú komst gangandi,
tíndir stjörnurnar upp úr götunni
og stakkst þeim í vasann,
braust síðan himininn saman
einsog tjald
og röltir af stað út í heim
með birtuna og dimmuna,
óttann og efann.
…
Til þeirra sem málið varðar er ástríðufullt ávarp til samtíðarinnar þar sem bjartir tónar og dimmir kallast á og ljóðstefin eru jöfnum höndum heilabrot um upphaf og endalok, efa og óvissu, sjálfa eilífðina – og vangaveltur um undur hversdagsins; ástina, náttúruna og daglegt streð mannanna.
Einar Már Guðmundsson er skáld sem lætur sér annt um veröldina, ávallt glöggur, beinskeyttur og hnyttinn, og á hér erindi við þá sem málið varðar – okkur öll.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 45 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun