Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ármann Jakobsson

Fjórir ungir menn fara saman á veiðar – misjafnlega vanir skotvopnum. Hvað gæti farið úrskeiðis? Eina andvökunóttina sér níræð kona, sannkallað hörkutól, mann með derhúfu bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Þegar hún lítur þar við á göngu síðar sér hún lík í rörinu vafið inn í teppi.

Hér fæst rannsóknarteymið geðþekka sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Ármanns við afar sérstakt sakamál: nestorinn Bjarni, Kristín arftaki hans, hin formfasta Margrét Krabbe og fallegi kvennabósinn Njáll.

Tíbrá er hörkuspennandi krimmi en líka skemmtisaga um glæp; hér er á ferðinni einstaklega fyndin og mannleg saga um breyskar manneskjur og þær sem örlögin hafa leikið grátt, en ekki síður forherta afbrotamenn.

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns Jakobssonar en þær fyrri, Útlagamorðin og Urðarköttur, hafa hlotið frábæra dóma.

2.530 kr.
Afhending