Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Arnaldur Indriðason

Kona sem sökuð er um fjárkúgun er barin til ólífis nánast fyrir augum lögreglunnar. Árásarmaðurinn kemst undan á hlaupum og allt bendir til þess að þar sé handrukkari á ferð. Rannsókn málsins fellur í óvæntan farveg en meðan á henni stendur reynir kunnur ógæfumaður ítrekað að ná sambandi við lögregluna með afar óljóst erindi.

Arnaldur hefur um árabil verið langvinsælasti höfundur landsins. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála, fengið frábærar viðtökur erlendis líkt og heima og víða komist á metsölulista. Jafnframt hefur hann hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal ein virtustu glæpasagnaverðlaun heims, breska Gullrýtinginn.

Bækurnar um Erlend Sveinsson rannsóknarlögreglumann eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, Einvígið: Erlendur #1 gerist árið 1972 en Furðustrandir: Erlendur #14 2005. Útgáfuár bókanna eru innan sviga.

2.530 kr.
Afhending