Flokkar:
Höfundur: Gunnlaugur Bjarnason
með uppgerðarangist
hæðist að mér
ég er kominn
á botninn
dýna
með sandkornum föstum á lakinu
ég þori ekki að opna augun
hræddur um að brátt leggist mara á mig
breyti mér í marmara
það gerist ekkert
ég opna augun
lít upp
yfir mér
hákarlar
og djöflaskötur
ég loka augunum
finn hala skötunnar
strjúkast upp við mig