Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Hún er níu ára gömul þegar hún er send í sveitina til að bæta fyrir brot sitt. Í nýju umhverfi vakna óvæntar kenndir – dularfullar, ógnvekjandi og sárar. Náttúra sveitarinnar og tilfinningar telpunnar tala saman í því margræða máli sem Guðbergur Bergsson hefur flestum skáldum betur á valdi sínu. Gleðin kallast á við harminn – frelsið við fjötrana – í þessari meistaralegur sögu um litla manneskju, eina og óstudda, í leit að lífinu.

Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991.

Og þjóðsagan hermdi að nykurinn færi á milli fjallanna og hann ætti heima ofan í dýpi vatnanna og sæist synda stundum í svanslíki á spegilsléttu yfirborði þeirra í algerri og lamandi háfjallakyrrð. Fólk í sveitinni hafði haft fyrir sið að ríða að fjallinu einu sinni á sumrin, snemma í ágúst, í von um að geta séð svaninn svífa þakinn gróðri og slýi úr djúpinu upp á yfirborðið með söng um eðli og framtíð þess sem horfði á hann.

710 kr.
Afhending