Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þórður Tómasson

Fyrir hálfri öld tók brim að brjóta niður hinn forna bæjarhól Stóruborgar undir Eyjafjöllum og afhjúpaði um leið minjar um aldalanga búsetu.

Safnvörðurinn Þórður Tómasson fylgdist grannt með eyðingunni og bjargaði fjölda gripa sem sjórinn gróf úr hólnum uns Þjóðminjasafn hóf fornleifarannsókn á svæðinu árið 1978. Í bókinni stiklar höfundur á stóru um sögu Stóruborgar, segir frá fjölmörgum gripum sem hann fann í Borgarhól og dregur af þeim ályktanir um mannlíf, búskaparhætti og menningarsögu eins og honum einum er lagið.

Bókin er gefin út á 100 ára afmælisdegi höfundar þann 28. apríl 2021.

6.350 kr.
Afhending