Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mary Hoffman

Stjörnuborgin er spennandi ævintýrasaga fyrir börn og unglinga þar sem blandast saman töfrar, dulúð og spenna, ríkt ímyndunarafl og raunveruleiki svo að úr verður heillandi frásögn sem erfitt er að leggja frá sér.
Þegar Georgía lætur heillast af vængjuðum hesti í búðarglugga veit hún ekki hvers konar ævintýri hann á eftir að færa henni. Með hjálp hans flyst Georgía til dularfulla landsins Talíu þar sem nýlega hefur fæðst raunveruleg vængjuð hryssa og Georgía, venjulegur unglingur frá London, hefur skyndilega mikilvægu hlutverki að gegna.

Stjörnuborgin er sjálfstætt framhald Grímuborgarinnar sem kom út í fyrra en þessar tvær bækur eru fyrstu bindin í mögnuðum ævintýraþríleik sem heillað hefur lesendur um allan heim.