Spámaðurinn er frægasta ritverk Kahlils Gibran. Bókin kom fyrst út árið 1923 og hefur æ síðan verið meðal ástsælustu rita víða um lönd.
Ljóðræn og mild viska þessarar litlu bókar lætur ekki mikið yfir sér en hún hefur haft djúp áhrif á lesendur sína. Frá því að hún kom fyrst út á íslensku árið 1958 hafa tugþúsundir Íslendinga sótt þangað andlega næringu og umhugsunarefni.
Gunnar Dal þýddi.
Um smábókaseríu Forlagsins: Mikil alúð og vinna er lögð í útlitshönnun og efnisval seríunnar. Bækurnar eru framleiddar í litlu upplagi og eru þær að mestu unnar í höndunum. Kápurnar er prentaðar með sérstökum prentlitum á sérgert bókbandsefni sem gefur bjarta liti og sérstaka áferð.
Hljóðbókin er 1 klukkustundir og 59 mínútur að lengd. Arnar Jónsson les.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.