Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Viktor Arnar Ingólfsson

Sólstjakar er sjöunda bók Viktors Arnar en margir þekkja bækur hans FlateyjargátuEngin spor og Aftureldingu. Sú síðasttalda rataði á sjónvarpsskjái landsmanna í sakamálaseríunni Mannaveiðum.

Sólstjakar hefjast í Þýskalandi. Á skrifstofu íslenska sendiherrans í Berlín situr vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum. Hver átti sökótt við þennan mann? Og hvernig komst hnífurinn inn um öflugt öryggishlið norrænu sendiráðanna? Íslensku lögreglumennirnir Birkir og Gunnar eru sendir á vettvang – en glæpurinn reynist eiga rætur sínar á Íslandi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Vignir Rafn Valþórsson les.

2.390 kr.
Afhending