Snjósleðaferð á Langjökli fyrir tvo

Skelltu þér í ógleymanlega ævintýraferð upp á hálendi Íslands með Mountaineers of Iceland á Snjósleða á Langjökli, öðrum stærsta jökli á Íslandi. Upllifun sem verður seint tekin úr minningabankanum.

Nánari Lýsing

Ferðin hefst við Gullfoss Center þar sem hálendisrúta Mountaineers of Iceland stendur. Láttu bílstjórann vita af þér, gríptu með þér einn kaffibolla, skelltu þér í sætið og spenntu beltin. Það tekur ca. klukkutíma að rúlla upp að Langjökli í Geldingafell en mundu að njóta stundarinnar í að skoða útsýnið á þessu einstaka ferðalagi. 

Í Geldingafelli við Bláfellsháls er stór og rúmgóð starfsstöð með nóg pláss til að athafna sig og gera allt klárt fyrir ferðina. Þegar við erum kominn í gallann og búin að setja á okkur hjálmana, höldum við út með leiðsögumanninum okkar sem fer yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúin að þeysast af stað á snjóbreiðunni.

Vélsleðaferðin sjálf tekur ca. klukkutíma með stoppum og er leiðarvalið vandlega yfirfarið af leiðsagnarfólkinu á hverjum degi til að hámarka upplifunina og tryggja öryggi farþega. Auðvitað stoppum við aðeins ferðina til að taka myndir, kasta mæðinni og njóta kyrrðarinnar og landslagsins.

Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin.  Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup

Til að sjá nánar um ferðina er hægt að fara hingað: https://mountaineers.is/tours/snjosledaferd-a-langjokli/

Langjökull

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið. Jarlhetturnar standa við hlið jökulsins og eru með auðþekkjanlegt útlit þar sem tindarnir mynda ótrúlega fallega fjallaröð til suðurs. 

Smáa Letrið
  • - Til að bóka ferð þarf að senda tölvupóst á [email protected].
  • - Ferðin tekur ca. 4 klukkutíma, veður og færð geta breytt tímalengd ferðarinnar.
  • - 6 ára aldurstakmark. Börn undir 16 ára þurfa alltaf að vera í fylgd með fullorðnum.
  • - Ökuskírteini er nauðsynlegt til að aka vélsleðanum (þarf ekki að framvísa því á staðnum)
  • - Mjög mikilvægt að klæða sig eftir veðri og vindum. 
  • - 2 aðilar sitja saman á snjósleða. Hægt er að skipta um ökumann á leiðinni. 
  • - Mundu að njóta, það er ógleymanleg upplifun að fara upp á hálendi Íslands. 

Gildistími: 01.06.2023 - 31.12.2023

Notist hjá
www.mountaineers.is

Vinsælt í dag