Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Hervor Ersman, Inger Öberg

Nám í fataiðn- og textílgreinum hefur verið mikilvægur þáttur og sívaxandi á öllum skólastigum, þ.e. grunn-, framhalds- og háskólastigi. Þessar greinar tengjast listsköpun, hönnun og iðnaði þar sem mikil þróun og tækniframfarir eiga sér stað. Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár verður nám í fataiðn- og textílgreinum skipulagðara og markvissara en áður. Nýtt námsefni er þar mikilvægt. Þessi bók er sérstaklega ætluð til kennslu og er efni hennar í upphafi miðað við hið einfalda en er á líður við hið flóknara og erfiðara og hentar því sem námsefni á öllum skólastigum. Þá á áhuga- og fagfólk á þessu sviði einnig möguleika á að nýta sér bókina til þess að auka og halda við þekkingu sinni. Bókinni fylgir sniðamappa.


9.820 kr.
Afhending