Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Daniel Reuter, Sigrún Alba Sigurðardóttir

Snert á arkitektúr fjallar um arkitektúr í samtímanum; hlutverk arkitekta, hugmyndir og verk íslenskra arkitekta, virkni arkitektúrs og áhrif hans á náttúru, umhverfi, samfélag, samskipti og hegðun fólks.

Við gerð bókarinnar voru tekin ítarleg viðtöl við átta arkitekta og umhverfishönnuði sem hafa haft umtalsverð áhrif á áherslur og stefnu í íslenskum arkitektúr á síðustu árum. Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild dregur saman helstu niðurstöður úr viðtölunum og miðlar þeim í texta sem fjallar um hlutverk arkitektúrs og áhrif arkitektúrs og umhverfishönnunar á umhverfi, tilfinningar og samskipti fólks.

Ljósmyndir af íslenskum arkitektúr og manngerðu umhverfi í náttúrunni leika stórt hlutverk í bókinni en slíkar ljósmyndir geta vakið hugrenningatengsl og tjáð margslungnar tilfinningar, ekki síður en þær miðla upplýsingum um viðfangsefnið og draga athygli að einstökum þáttum í hönnun bygginga.

Daniel Reuter ljósmyndari hefur myndað verk íslenskra arkitekta og manngert umhverfi á Íslandi með þetta í huga. Ljósmyndum hans er meðal annars ætlað að sýna okkur hvernig arkitektúr mótar skynjun okkar á ómeðvitaðan hátt og með hvaða hætti við getum tamið okkur að skynja, horfa og snerta á sífellt nýjan hátt.

4.610 kr.
Afhending