Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Arnaldur Indriðason

Einstæðingur finnst látinn í íbúð sinni í Reykjavík. Á skrifborði hans liggja blaðaúrklippur frá stríðsárunum þar sem sagt er frá óhugnanlegu morði: stúlka fannst kyrkt bak við Þjóðleikhúsið sem var á þeim tíma birgðastöð fyrir herinn. Lögreglumaður kominn á eftirlaun fréttir af málinu og forvitni hans vaknar. Hann hefur áður heyrt um stúlkuna – en hvers vegna skyldi nokkur maður geyma fregnir af dauða hennar?

Skuggasund er sautjánda bók Arnaldar Indriðasonar. Hér fetar hann ótroðnar slóðir í fylgd nýrra sögupersóna; annars vegar í samtímanum og hins vegar á árum síðari heimsstyrjaldar. Arnaldur hefur um langt skeið notið gríðarlegrar hylli lesenda og gagnrýnenda heima og erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála, selst í milljónum eintaka og aflað höfundinum verðlauna og virðingar víða um lönd.

Skuggasund hlaut virt alþjóðleg bókmenntaverðlaun: hin spænsku Premio RBA de Novela Negra 2013 sem veitt eru fyrir óútgefna glæpasögu og var sagan valin úr hátt í tvö hundruð handritum frá ýmsum löndum. Bókin kom samtímis út á spænsku og íslensku.

Bækurnar um lögreglumennina Flóvent og Thorson og samstarf þeirra í Reykjavík stríðsáranna eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, þar sem Þýska húsið: Flóvent og Thorson #1 gerist sumarið 1941. Útgáfuár bókanna eru í sviga.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

2.990 kr.
Afhending