Skjáskot er magnað og upplýsandi ferðalag um mannshugann og áskoranir dagsins í dag. Man einhver eftir tvöþúsundvandanum, rotten.com eða Columbine-árásinni og skipta þessi atriði máli til að skilja nútímann? Hver eru tengslin milli falsfrétta og gervigreindar? Hvernig líður okkur í heimi þar sem allar skoðanir og hugsanir eru flokkaðar, fá einkunn og umsagnir? Hefur allt merkingu? Hræðist nútímafólk ekki lengur eld og tortímingu, heldur einmitt þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast eða eyðast?
Bergur Ebbi spyr stórra spurninga og leitar svara í þessari snörpu, skörpu og lærdómsríku krufningu á vandamálum og þversögnum sem blasa við okkur öllum. Fyrra leiðsögurit hans um nútímann, Stofuhiti, vakti mikla athygli.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 38 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun