Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Eldjárn

Sumarliði og Sóldís eru nýflutt með pabba sínum í skrítið og skemmtilegt hús sem heitir Strætó númer sjö. Pabbi fullyrðir að einu sinni hafi það ekið um götur bæjarins. Pabbi segir svo margt furðulegt um lífið í gamla daga þegar allir áttu síma og bækur voru ennþá til – löngu löngu áður en mamma hvarf.

Silfurlykillinn er spennandi saga um ráðagóð systkini, dularfulla stelpu í leit að einhverju mjög mikilvægu og ferðalag sem enginn veit hvar endar.

Sigrún Eldjárn hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og myndskreytt ennþá fleiri. Hér koma nýjar persónur úr smiðju hennar sem leiða lesendur á ókunnar slóðir framtíðarinnar.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 9 mínútur að lengd. Berglind Alda Ástþórsdóttir les.

4.960 kr.
Afhending