Sigling um sundin blá











Nánari Lýsing
Njóttu höfðuborgarinnar frá nýju sjónarhorni. Sigling um sundin blá í einn og hálfan tíma á frábæru tilboði.
Verð fyrir fullorðna 2900 kr.
Verð fyrir 10-16 ára 1450
Frítt fyrir börn yngri en 10 ára
- Til að panta ferð framsendið inneignarmiða á reykjavikbyboat@naturreisen.is með upplýsingum um þann tíma sem óskað er eftir
- Einnig er hægt að hringa í síma: 841.2030 / 551.9700
- Panta þarf með minnst dags fyrirvara
- Fyrirspurnir skal senda á reykjavikbyboat@naturreisen.is
Reykjavík by Boat
Í sumar munum við sigla okkar fallega eikarbáti, Lunda, út á sundin blá umhverfis Engey, meðfram Viðey og til baka meðfram strandlengju borgarinnar. Sjóferðin varir í einn og hálfan tíma og býður upp á ógleymanlega sýn á höfðuborgina frá nýju sjónarhorni.
Íslensk náttúra og menning er samofin í einstakri upplifun sem boðin er jafnt erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Leiðsögumaður fræðir farþega um veiðar og sögu hafnarinnar, arkitektúr í Reykjavík þar sem Hörpu og Höfða ber við sýn og þau listaverk og söfn sem blasa við þegar siglt er meðfram ströndinni. Glæsileg fjallasýn og fuglaskoðun þar sem Lundinn er í fyrirrúmi, ásamt Engey og Viðey, gera nátturuskoðun í nánd við höfuðborgina að góðri dægradvöl fyrir ferðamenn og borgarbúa.
Uppgerður fiskveiðibátur er sjálfkjörinn til sjóstangveiða. Líf og störf sjómanna á síðustu öld verða ljóslifandi í 24 tonna eikarbáti sem smíðaður var á Akureyri árið 1964. Góð aðstaða og allur búnaður til veiða fyrir allt að 20 manns er um borð í Lunda.
Við bjóðum einnig upp á leigu á Lunda fyrir ýmsa viðburði, s.s. afmæli, ættarmót, starfsdaga, kokteilboð, hvataferðir, hópefli og rómantískar kvöldsiglingar. Báturinn hefur leyfi fyrir 40 farþega. Leigutakar geta sjálfir séð um veitingar, en við aðstoðum að sjálfsögðu með ánægju. Siglingartími er í samkomulagi við skipstjóra, en sérferðir geta einnig átt sér stað á áætluðum brottfarartímum.
Verð fyrir leigu á Lunda ásamt áhofn er:
1 klst. 60.000 kr.
2 klst. 90.000 kr.
3 klst. 120.000 kr.
Brottför daglega frá gömlu höfninni: 10:00, 12:00, 14:00, 16:00 frá 17. maí til 7. september.
Hægt er að leigja bátinn á kvöldin fyrir sjóstöng eða aðrar siglingar.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum á netfangið reykjavikbyboat@naturreisen.is
Facebook síða Reykjavík by boat.
Smáa Letrið
- Til að panta ferð framsendið inneignarmiða á reykjavikbyboat@naturreisen.is með upplýsingum um þann tíma sem óskað er eftir
- Einnig er hægt að hringa í síma: 841.2030 / 551.9700
- Panta þarf með minnst dags fyrirvara
- Fyrirspurnir skal senda á reykjavikbyboat@naturreisen.is
Gildistími: 17.05.2014 - 07.09.2014
Notist hjá
Vinsælt í dag