Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gunnlaugur Ólafsson Johnson

Hér er sagt frá minnisstæðum atburðum í lífi miðaldra karls sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hvort sem er af starfsleyfislausri loðfelda­­verkun, ótta við að upp komist misferli á miðilsfundi, inn­brotum erlendis, ógleymanlegri brúðkaupsferð, fegurðarsam­keppnum og fjöldamorðingjum, eltihrellum og erfidrykkjum. Nytjastuldur á embættisbifreið forsetaembættisins kemur við sögu, sem og gisting með gelískum sniglum og snjáldurmúsum í ævafornum kastala. Og margt fleira. Allt er þetta tíundað af mikilli nákvæmni og smá­smygli svo úr verður brotakennd en lifandi mynd af ævi einhvers helvítis karls í Mosfellsbæ.