Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Jean-Jacques Rousseau

[removed]

Samfélagssáttmáli Rousseaus er sígilt stjórnspekirit og ein merkasta ritsmíð höfundarins, sem jafnframt því að teljast til færustu rithöfunda á franska tungu er álitinn einn af merkari hugsuðum síðari alda. Rousseau nálgast viðfangsefni sitt af vandvirkni – hugmyndin var sautján ár að komast á blað í endanlegu horfi – en jafnframt af gríðarlegri andagift og frumleika. Hann hafði megna óbeit á misrétti og leit svo á að manneskjan væri í eðli sínu góð, en hefði smám saman spillst sökum brenglaðra tengsla manna í millum í gölluðum samfélögum.

Íslensk útgáfa Samfélagssáttmálans hlýtur að teljast nokkur tíðindi. Henni fylgir greinargóður inngangur Más Jónssonar um tilurð verksins og ævi hins sérstæða höfundar þess.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun