Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Bíbí Ólafsdóttir, Vigdís Grímsdóttir

Vigdís Grímsdóttir færir í letur einstaka sögu Bíbí Ólafsdóttur. Bíbí fæddist árið 1952 við erfiðar aðstæður og saga hennar er örlagasaga sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvernig sem á móti blæs, konu sem gerir hið ómögulega mögulegt. Hún segir frá á heiðarlegan og einlægan hátt og dregur ekkert undan, enda er hún trú því loforði sem hún eitt sinn gaf þegar ungri dóttur hennar var ekki hugað líf. Viðhorf hennar er öllum hvatning til að takast á við andstreymi lífsins með húmor, velvild í garð annarra og gleði yfir litlu.

Vigdís Grímsdóttir dregur tíðarandann svo ljóslifandi fram að heyra má brakið í bröggunum í Múlakampi,  finna sérhvern ilm eða ódaun úr andrúmsloftinu, skynja gleði og sorg, og upplifa þrotlausa baráttu og sigurvilja manneskjunnar.

Sagan um Bíbí Ólafsdóttur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 12 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

1.790 kr.
Afhending