Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sveinn Þórðarson og Helgi Skúli Kjartansson

Landsvirkjun er eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslands í almannaeigu og hefur gegnt lykilhlutverki við að nýta orkuauðlindir landsins. Hún hefur staðið fyrir sumum vandasömustu stórframkvæmdum Íslandssögunnar, viðkvæmum og umdeildum vegna tengsla við atvinnustefnu, byggðaþróun og náttúruvernd. Þessi bók segir hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar, 1965 til 2015, jafnframt því sem yfirlit er veitt um sögu raforkunnar á Íslandi frá upphafi og þræðir raktir fram yfir 2020. Brugðið er upp svipmyndum úr samtímaheimildum og efnið skýrt með fjölda ljósmynda, korta og skýringarmynda.

12.710 kr.
Afhending