Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

England 1852: William rífur sig upp úr þunglyndi til að hanna býflugnabú sem halda á nafni ættarinnar á lofti um ókomna tíð. Bandaríkin 2007: George stritar við býflugnaræktina og reynir að hundsa ógnvekjandi fréttir frá starfssystkinum sínum sunnar í landinu.

Kína 2098: Tao vinnur við að handfrjóvga ávaxtatré en dreymir um betra líf fyrir son sinn. Svo verður óhappið …

Í Sögu býflugnanna fléttast þrír grípandi þræðir saman í þétta frásögn sem snýst í senn um margslungin sambönd fólks og samspil manns og náttúru.

Maja Lunde hefur skrifað metsölubækur fyrir börn og fullorðna.

Saga býflugnanna sló í gegn um allan heim og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Norsku bóksalaverðlaunin.

Ingunn Ásdísardóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 13 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Arnljótur Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson og Valgerður Sigurðardóttir lesa.

4.040 kr.
Afhending