Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Þemað í síðasta hefti Ritsins 2015 er peningar, en þar er fjallað um fjármálavald og mælikvarða á verðmæti út frá ýmsum sjónarhornum. Að auki er í heftinu að finna greinar um örlög gleymskunnar í heimi samskiptamiðla, hlutverk hávaðans í búsáhaldabyltingunni, empírískar bókmenntarannsóknir og kynóvissu í íslensku.

Í grein sinni „Fjármálavæðing og mótun tímans í Konum eftir Steinar Braga“ setur Viðar Þorsteinsson fram þá tilgátu að Steinar Bragi rannsaki formgerðir fjármálaauðmagns með fundum aðalpersónunnar í Konum, Evu, við ofbeldishneigða bankamenn. Viðar heldur því fram að sagan nái að sviðsetja virkni fjármálavalds og skuldsetningar í samtímanum, þar sem skuldin verður tákn fyrir vald lánardrottins yfir tíma skuldarans.

Eðli tengsla skuldunauta og lánardrottna kemur við sögu, þótt með ólíkum hætti sé, í grein Ásgeirs Jónssonar um starfsemi okurlánara í Reykjavík á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Ásgeir sýnir fram á að þótt okrarar eða okurkarlar hafi verið fyrirlitinn hópur og starfsemi þeirra fordæmd af almenningsálitinu, hafi þeir að mörgu leyti leikið mikilvægt hlutverk í viðskipta- og athafnalífi.

Þá skrifar Eyja M. Brynjarsdóttir um gallana við að nota peninga sem mælikvarða á gildi, hvort sem um er að ræða hluti eða vinnu, og heldur því fram að peningar séu bæði óstöðugur mælikvarði og að óljóst sé hvað þeim sé ætlað að mæla. Um leið setja höfundarnir fram beitta gagnrýni á þá tilhneigingu nútímans að þröngva öllu mati á gæðum og gildum í samhengi hins fjárhagslega útreiknings.

Tvær þýðingar sem birtast í þessu hefti tengjast þemanu á ólíka vegu. Grein Georgs Simmel um stórborgina og andlegt líf frá 1903 („Die Großstädte und das Geistesleben“) er klassískur texti og vel þekktur innan borgarfræði, menningarfræði og fleiri greina hug- og félagsvísinda. Síðari greinin er eftir Juliu O’Connell Davidson frá 2002, „Rétt og rangt um vændi“ („The Rights and Wrongs of Prostitution“), en hún fjallar um vændi og vöruvæðingu kynlífs. Í báðum greinunum er hinu magnbundna mati sem í raun byggir á peningahugtakinu lýst sem leið frá hinu upplifaða og tilfinningalega veigamikla inn í heim yfirráða og kaldranalegrar, jafnvel ofbeldisfullrar stýringar. Um leið setja höfundarnir fram beitta gagnrýni á þá tilhneigingu nútímans að þröngva öllu mati á gæðum og gildum í samhengi hins fjárhagslega útreiknings.

Tvær greinar fjalla um rannsóknir á skáldverkum sem þó beinast ekki að hefðbundnum viðfangsefnum bókmenntafræðinga. Auk þemagreinanna birtir Ritið að þessu sinni fjórar ritrýndar greinar. Gunnþórunn Guðmundsdóttir fjallar um örlög gleymskunnar í heimi samskiptamiðlanna sem varðveita persónur og allt athæfi þeirra í netheimum. Njörður Sigurjónsson greinir þann þátt búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu sem lítið hefur verið fjallað um, jafnvel þótt hann hafi verið áberandi og mikilvægur hluti hennar; hávaðann sem framleiddur var með búsáhöldum og öðrum tólum.

Tvær greinar fjalla um rannsóknir á skáldverkum sem þó beinast ekki að hefðbundnum viðfangsefnum bókmenntafræðinga. Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir fjalla um hvernig rannsóknir á tilfinningaviðbrögðum lesenda varpa nýju ljósi á lestrarupplifun og lestrarreynslu. Í rannsóknunum tveimur sem sagt er frá í greininni er verið að stíga fyrstu skrefin í empírískum bókmennta-rannsóknum hér á landi, en þær hafa tíðkast víða annarsstaðar um árabil.

Ása Bryndís Gunnarsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson greina aðferð Arnaldar Indriðasonar við að halda kyni aðalpersónunnar leyndu í skáldsögunni Einvíginu, með notkun ýmissa nafnliða sem lýsa persónunni og líkamshlutum persónunnar og með því að beina athygli lesandans að umhverfi persónunnar og einstökum atriðum í því frekar en henni sjálfri.

3.460 kr.
Afhending