Ríkey er ellefu ára og tekur að sér að passa Dódó litlusystur yfir sumarið þótt hana langi meira til að komast á sjóinn með afa. Þegar mamma og pabbi flytja tölvuna í geymslu upp á háaloft með þeim orðum að börn eigi að leika sér úti á sumrin – þá eru góð ráð dýr.
Ríkey og félagar hennar deyja ekki ráðalaus. Þau reisa heilt þorp og halda hátíð með tónlist og trúðum, skrípafötum og skrúðgöngu, leynigesti og ókeypis ís handa öllum.
Ekki spillir það ævintýrum sumarsins að eiga góða vini í hópi fullorðinna, eins og hann Sóla á Strönd sem býr á hálfgerðu þjóðminjasafni og skýrir hænurnar sínar í höfuðið á ríkisstjórninni.
Hvert ævintýrið rekur annað í þessari fyndnu og fjörugu sögu Eyrúnar Ingadóttur. Þótt Ríkey ráðagóða laumist til að játa að hún sé stundum alveg ráðalaus, þá getur verið gaman á sumrin hjá hugmyndaríkum krökkum, jafnvel þótt tölvan sé uppi á háalofti.
Skemmtileg bók fyrir 6-12 ára krakka.
[Domar]
„Átta ára lesandi gaf Ríkeyju umsögnina „mjög skemmtileg“ – hvað er hægt að biðja um meira?“ Ragna Sigurðardóttir / MORGUNBLAÐIÐ
[/Domar]