Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Brian Pilkington

Dag einn finnur Grýla skrýtinn hlut í snjónum. Skrýtinn og skemmtilegan! Fyrst skapar hann jólasveinunum ekkert nema vandræði en síðan fá þeir að leika sér líka. Þrettán dagar til jóla er hlý og falleg jólasaga fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára – og alla sem enn verða jólabörn á aðventunni.

Þegar jólin nálgast fara allir krakkar sem eru svo heppnir að búa á Íslandi að hlakka til þess að jólasveinarnir komi til byggða. Þú veist auðvitað að jólasveinarnir búa langt uppi í fjöllunum, í dimmum og djúpum helli, með foreldrum sínum, þeim Grýlu og Leppalúða. Þú veist líka að mamma þeirra er hræðilega ströng og hleypir þeim varla úr sinni grimmu augsýn allt árið … nema bara fyrir jólin. Þá fá sveinarnir sérstakt jólaleyfi til að heimsækja alla krakka á Íslandi og gefa þeim sem hafa verið þægir og góðir eitthvert smáræði í skóinn. Og hinum … skemmda kartöflu.

Þessi saga gerist daginn áður en Stekkjarstaur leggur af stað í ævintýraferðina miklu yfir snævi þakin fjöllin og til byggða.

Bókin kemur út á íslensku, ensku og þýsku.

2.760 kr.
Afhending