Flokkar:
Höfundur: Ellen G. White
Bókin Þrá aldanna hefur fyrir löngu skipað sér sess á meðal sígildra trúarrita. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og gefin út í þrem milljónum eintaka. Það eru ótvíræð merkistíðindi að þessi bók lítur nú dagsins ljós á Íslandi, en útgáfa hennar hér hefur átt sér langan aðdraganda. Höfundurinn, Ellen Gould White (1827-1915), var geysilega afkastamikill rithöfundur og er talin mest þýddi kvenrithöfundur bókmenntasögunnar. Rit hennar hafa verið þýdd á meira en 140 tungumál. Ritstörf hennar og ráðgjöf hafa haft víðtæk áhrif á milljónir manna. Hún naut náins samfélags við Guð, og í bókinni leitast hún við að kynna Jesú Krist sem þann sem getur uppfyllt sérhverja þörf mannsins.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun