Helgarferð til Prag á 27.900 kr.

Stökktu í rómantíska helgarferð með ástinni til einnar fegurstu borgar Evrópu dagana 27. apríl til 1. maí. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða og kaffihúsa og í borginni er einnig frábært að versla.

Nánari Lýsing

Prag er sannarlega ein fegursta borg Evrópu! Ekkert jafnast á sögu og mannlíf borgarinnar.

Stórkostlegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu og hugsjónir, vísindi og listsköpun allt fram til dagsins í dag. Hradcany-kastalinn, stjórnarsetur í 1.000 ár, og Vitusarkirkjan sem gnæfa yfir borgina, iðandi Karlsbrúin, gamli bærinn með Staromestske-torgið, þröngar göturnar og Wenceslas-torgið; allt eru þetta ógleymanlegir staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í borginni er einnig frábært að versla. Heimsferðir bjóða fjölbreytta gistingu auk spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina.

Verslanir og TaxFree

Verslanir eru almennt opnar frá 10:00─18:00 en margar ferðamannaverslanir eru opnar lengur. Flestar verslanir í miðborg Prag eru opnar alla laugardaga og margar á sunnudögum til kl. 18:00. Athugið að opnunartími verslana er breytilegur. Þá bendum við á að verslunarmiðstöðin Chodov er vinsæl meðal Íslendinga en hún er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbænum. Margar vinsælar fataverslanir, t.d H&M, eru í Prag og kristal, listmuni og flest sem hugurinn girnist má finna í búðum borgarinnar.

Samgöngur

Neðanjarðarlestarkerfið, metró, er gott og einfalt í Prag, aðeins 3 línur. Sporvagnar eru líka þægilegir í notkun og ganga þeir um alla borg. Kynnið ykkur bestu möguleikana milli gististaðar ykkar og miðborgarinnar. Stakir miðar gilda í alla almenningsvagna og lestir. Þeir eru seldir á flestum hótelum, á blaðsölustöðum, í neðanjarðarlestarstöðvum, sjálfsölum við biðstöðvar og víðar, en ekki í vögnunum sjálfum. Athugið að stimpla verður miðana í þar til gerðum kössum inni í vögnunum eða á biðstöðvunum áður en haldið er af stað. Á sölustöðum metró og í sjálfsölum er einnig hægt að kaupa miða sem gilda í lengri tíma.

Matur og skemmtun

Fjöldi góðra veitingastaða er í Prag og gestir munu ekki eiga erfitt með að finna „rétta“ staðinn. Hægt er að skoða alla helstu veitingastaði Prag á þessari vefsíðu: www.squaremeal.cz.

Tónleikar ─ menningarlíf

Það er gríðarlega fjölbreytt menningarlíf í Prag og tónleikar og listviðburðir alla daga víða í borginni. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða á bókunarstofum TicketPro sem eru víða en einnig hægt að versla á netinu á www.ticketpro.cz. Frægustu tónleikasalirnir og leikhúsin eru Rudolfinum, aðsetur fílharmóníunnar í Prag, Estates Theatre, National Theatre, State Opera og Obecní Dum (Menningarhúsið). Athygli er vakin á afar áhugaverðum brúðuleikhúsum, „svörtum“ leiksýningunum (Black Theatre) og látbragðsleikjum þar sem tungumálakunnátta er ekki lykilatriði.

Það er fjöldi áhugaverðra staða sem ekki má fara á mis við í Prag. 

  • Lengd flugs milli Íslands og Prag: 4 klst.
  • Gjaldmiðill: Czech Koruna (CZK)
  • Tungumál: Tékkneska
Smáa Letrið

Leiðbeiningar

  • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is (ath aðeins er um flugsæti að ræða)
  • Verð: 27.900 fyrir einn
  • Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla

Innifalið í verði:

  • Flug og flugvallaskattar
  • Innritaður farangur 20 kg og handfarangur 5 kg á mann

Gildistími: 27.04.2018 - 01.05.2018

Notist hjá
Heimsferðir, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Vinsælt í dag