Ofn og spanhelluborð

Keramik helluborð með spansuðuhellum á öllum hellum. Spansuðan tryggir hámarkshraða, nákvæman og jafnan hita, orkusparnað og aukið öryggi. - Nýr XXL 74 lítra ofn með klukku og Pyrolyse brennslusjálfhreinsun

Nánari Lýsing

Spanhelluborð

Vörunúmer:EHH-6240ISK

Spansuðuhelluborð með 4 hellum þ.á.m. tvær booster hellur og barnalæsing
  • Keramik helluborð með spansuðuhellum á öllum hellum. Spansuðan tryggir hámarkshraða, nákvæman og jafnan hita, orkusparnað og aukið öryggi.
  • 60 cm helluborð án kanta.  
  • 4 spanhellum; 1x21 cm 2300W/2800W Boost, 1x18 cm 1800W, 1x14,5 cm 1200W/1800W boost og 1 x 14,5 cm 1200W.
  • Booster háhitastilling. Þegar ná þarf mjög miklum hita t.d. fyrir wok rétti, snöggsteikingu eða ná upp suðu, er hægt að velja Booster stillingu sem veitir hámarkshita í allt að 10 mínútur.
  • Snertitakkar á öllum hellum og stafrænt stjórnborð með LED skjá
  • Barnalæsing
  • Minni þrif. Spansuðuborðið hitar aðeins pönnuna eða pottinn, ekki sjálf hellan. Þetta þýðir minni þrif þar sem glerplatan verður ekki brennandi heit og matarleifar ná ekki að brenna sig fastar á yfirborðinu.
  • Aukið öryggi. Ekki er hægt að kveikja á borðinu nema pottur sé á hellunni. Sjálfvirkur öryggisútsláttur ef gleymist að slökkva á hellu.
  • Viðvörunarljós fyrir heita hellu
  • Utanmál B x D: 59 x 52 cm
  • Innbyggingarmál HxBxD: 7 x 56 x 49 cm

Ofn

Nýr XXL 74 lítra ofn með klukku og Pyrolyse brennslusjálfhreinsun 
  • Tölvuklukka með möguleika á sjálfvirkri gangsetningu og tímahringingu
  • 9 eldunarkerfi þ.á.m. ekta heitur blástur, pizzakerfi,stórt/lítið grill/gratínering og affrysting
  • 74 lítra ofn (nettó) - 28% stærri en hefðbundinn ofn
  • Barnalæsing á hurð
  • IsoFront® ofnhurð með fjórföldu gleri. Yfirborðshiti fer ekki yfir 40°C (1 klst. við 200°C)
  • Útdraganlegar brautir - fyrir eina bökunarplötu/skúffu eða grind 
  • Pýrólískur sjálfhreinsibúnaður - ofninn læsist og brennir upp til agna alla fitu og óhreinindi við 500°C.
  • Innfellanlegir sökkhnappar
  • Fingrafarafrítt stál
  • Orkuflokkur A-20% - 20% minna en orkuflokkur A
  • Innbyggingarmál 59 x 56 x 55 cm
  • Utanmál 59,4 x 59,4 x 56,7 cm
  • Leiðbeiningar á ensku má nálgast hér

Sækja má vöruna til Aha.is, Skútuvogi 12b frá og með 10. maí.

Suðurlandsbraut 16
108 Reykjavík
Sími 5880500
Netfang rafha@rafha.is


     

      Smáa Letrið
      Sækja má vöruna til Aha.is, skútuvogi 12b frá og með 10. maí.

      Gildistími: 10.05.2016 - 10.08.2016

      Notist hjá
      Aha.is, Skútuvogi 12b, 104 Reykjavík

      Vinsælt í dag