Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Björgvin Franz Gíslason, Gunnar Helgason, Halldór Baldursson

Í konungsríki nokkru eru allir ánægðir og glaðir nema konungshjónin sem geta ekki eignast barn. Dag einn kemur ægifögur kona til hallarinnar með dularfulla gauksklukku í fanginu. Hún gefur kóngi og drottningu klukkuna með þeim orðum að þegar gaukurinn gali í fyrsta sinn muni þau eiga barn í vændum. En gaukurinn á eftir að gala oftar og það boðar ekki alltaf gleðitíðindi.

Stórskemmtileg ný barnabók eftir þá fjölhæfu félaga Björgvin Franz Gíslason og Gunnar Helgason. Ævintýrið tengist efni Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Þar kynntust áhorfendur nokkrum persónum sem vissu ekki í hvaða ævintýri þær áttu heima. Hér er þetta splunkunýja ævintýri komið og nú geta krakkanir upplifað hvernig ævintýrið hefði farið ef nornin hefði ekki ruglað það í ríminu.

Bókin er glæsilega myndskreytt af Halldóri Baldurssyni og hentar ævintýraunnendum frá þriggja ára aldri

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun