Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lilja Sigurðardóttir

Sonja heldur að hún sé loksins sloppin úr gildrunni, frá samviskulausum eiturlyfjamógúlum sem héldu henni í heljargreipum. En þegar drengurinn Tómas, hennar dýrasta djásn, er tekinn frá henni enn á ný er fjandinn laus.

Bankakonan Agla bíður dóms fyrir fjármálamisferli en fleira hvílir á henni: valdamiklir menn eiga hönk upp í bakið á henni og Sonja, sem hún elskar svo heitt, vill ekki sjá hana.

Atferli Sonju veldur Braga tollverði líka áhyggjum; hefur hann misreiknað sig? Taugar þeirra allra eru þandar til hins ýtrasta – og útilokað að allt fari vel.

Netið eftir Lilju Sigurðardóttur er æsispennandi glæpasaga, sjálfstætt framhald Gildrunnar sem kom út í fyrra og var afar vel tekið.

Bresk og frönsk forlög hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn af Gildrunni og Netinu en það verður að telja fátítt að útgáfuréttur á óútgefinni bók hafi þegar verið seldur til tveggja landa fyrir útgáfu á Íslandi. Að auki hefur Gildran verið seld til Frakklands, Tékklands, Noregs og Danmerkur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er átta klukkustundir og 12 mínútur að lengd. Elín Gunnarsdóttir les.

Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:

4.040 kr.
Afhending