Námskeið í Friðsælli Fæðingu
Nánari Lýsing
Námskeið í Friðsælli Fæðingu (Partur 1)
Hvort sem þú stefnir á verkjaminni fæðingu, finnur fyrir kvíða fyrir fæðingunni, glímir við andlega vanlíðan eða vilt einfaldlega dýpka tengslin við sjálfa þig, róa hugann og næra taugakerfið á meðgöngunni, þá býður þetta námskeið upp á einstakt tækifæri til að undirbúa þig af öryggi og visku. Með áherslu á fróðleik og innri ró er þetta námskeið fyrir allar verðandi mæður sem vilja skapa jákvæða upplifun og sjálfstraust á meðgöngu og í fæðingu. Hægt að taka hvar sem er í heiminum.
Friðsæl Fæðing
Frá því augnabliki sem líf kviknar, myndast einstakt samband milli barnsins og móðurinnar. Barnið treystir á móðurina fyrir næringu og súrefni í gegnum fylgjuna, en einnig fyrir tilfinningalegu jafnvægi. Allar tilfinningar og upplifanir móðurinnar hafa áhrif á barnið – þegar móðirin finnur fyrir ró og vellíðan, upplifir barnið það sama. Þess vegna er gjarnan sagt: „Það sem er gott fyrir móðurina, er gott fyrir barnið.“ Slökunarstaðan er sérstaklega ákjósanleg á meðgöngu, og það er ómetanlegt að gefa sér tíma á hverjum degi til að slaka á. Þetta námskeið býður þér einmitt þann dýrmæta tíma – fyrir þig og barnið – ásamt dýpri fróðleik og innri styrk.
Hvort sem þú ert að leita að verkjalausri fæðingu, vilt draga úr kvíða og óöryggi, nærast andlega, eða einfaldlega skapa friðsælt rými fyrir hugann og líkamann á þessari einstöku vegferð, þá er þetta námskeið fyrir þig. Með áherslu á sjálfsstyrkingu, innri ró og fræðslu, færðu verkfæri til að takast á við meðgönguna og fæðinguna af yfirvegun og krafti. Þetta er tækifæri til að styrkja sjálfsöryggi þitt og undirbúa þig bæði líkamlega og andlega fyrir eitt af stærstu augnablikum lífsins. Gott er að byrja ekki seinna en 4 vikum fyrir settan dag. Það er hægt að taka þetta prógramm hvaðan af á landinu eða í heiminum sem er. Skráning á jenny@fadmur.is
Um hvað snýst Friðsæl Fæðing:
Friðsæl Fæðing er sérsniðin að hverri konu og stuðlar að því að konur eigi friðsæla og óttalausa fæðingu og meðgöngu með hinum ýmsu slökunar, öndunar og sjálfsdáleiðslu aðferðum sem róa huga og líkama í fæðingunni. Ávinningurinn getur einnig verið verkjalítil/laus fæðing. Við fáum tæki og tól til að æfa á meðgöngunni og þau verkfæri sem við fáum í hendurnar stuðla að því að við séum við stjórnvölin í okkar fæðingu, náum að halda huganum rólegum til að leyfa líkama okkar að vinna sitt verk og gera það sem hann kann 100% – þ.e. að fæða barn. Þetta gerum við meðal annars með því að hlusta á dáleiðsluslakanir og slökunaræfingar, æfa rétta öndun fyrir fæðinguna og lesa fróðleik. Svo síðast en ekki síst með aðferðum Hugrænnar Endurforritunar losum við undirvitundina algerlega við það forrit að fæðing sé sársaukamikil og eitthvað til að óttast og setjum upp forrit í hugann að fæðing sé friðsæl, dásamleg, sársaukalaus upplifun. Þetta allt saman stuðlar að því að eiga sem besta og friðsælasta fæðingarupplifun.
Prógrammið skiptist í tvo parta, hægt er að sleppa parti 2:
Partur 1: Verð 10:000kr (borgað við skráningu, færð rkn í heimabankann)
Innifalið í verði: Aðgangur að innra neti þar sem öll námskeiðsgögn eins og öndunaræfingar, slökunaræfingar, sjálfsdáleiðslur og fróðleikur er. Gott er að byrja ekki seinna en 4 vikum fyrir fæðingu til að æfa það sem farið er yfir í prógramminu en því fyrr því betra.
Partur 2: Verð 24:000 (borgað við bókun á tíma) Þessum parti er hægt að sleppa ef að ætlunin er að nýta aðeins námskeiðsgöng til lærdóms og vellíðunar á meðgöngu og í fæðingunni en mæli hiklaust með að taka ef að þú ert með kvíða gagnvart fæðingunni eða ef þú ert að leitast eftir verkjalausri fæðingu.
Innifalið í verði: Persónuleg sjálfsdáleiðslu upptaka af draumafæðingunni þinni. Tími hjá Jenný í Hugrænni Endurforritun (djúpslökun/dáleiðsla þar sem fjarlægð eru öll úrelt forrit um að fæðingar séu verkjamiklar og ómeðvitaðan ótta við fæðinguna) og leiðir til að minnka verki í fæðingu og tenging við innri styrk. Hægt er að taka þennan part hvar sem er í heiminum í gegnum google meet.
Smáa Letrið
-Skráning fer fram með því að senda póst á jenny@fadmur.is
-Mundu eftir inneignarmiðanum
-Innifalið er Partur 1 af námskeiði í Friðsælli Fæðingu
Gildistími: 01.12.2024 - 31.12.2025
Notist hjá
Vinsælt í dag