Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Tove Jansson

Minningar múmínpabba – Örlaganóttin – Vetrarundur í múmíndal

Allir þekkja múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.

Sögurnar um múmínálfana eru sígildar perlur og þessi bók geymir þrjár þeirra. Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku fjórða sagan í bókaflokknum, Minningar múmínpabba, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og frækilegum ævintýrum á sjó og landi. Einnig eru hér fimmta og sjötta sagan sem hafa lengi verið ófáanlegar. Þær eru Örlaganóttin, en þar þarf múmínfjölskyldan að yfirgefa heimili sitt og koma sér fyrir um tíma í gömlu leikhúsi, og Vetrarundur í múmíndal sem segir frá því þegar múmínsnáðinn vaknar óvænt úr vetrardvala og sér tilveruna í nýju ljósi.

Rithöfundurinn, listmálarinn og teiknarinn Tove Jansson skapaði múmínálfana. Hún gerði um þá teiknimyndasögur, leikrit, myndskreyttar barnabækur og skrifaði níu sögubækur. Þær koma nú allar út í réttri röð í veglegum stórbókum. Þórdís Gísladóttir þýddi Minningar múmínpabba. Steinunn Briem þýddi Örlaganóttina og Vetrarundur í múmíndal.

4.960 kr.
Afhending