Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Páll Valsson

„Minn tími mun koma!“

Þessi glaðbeittu orð Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún lét falla þegar hún beið lægri hlut í formannskjöri Alþýðuflokksins árið 1994, urðu fleyg. Eftir á að hyggja var gjörvöll starfsævi Jóhönnu hennar tími – og stendur enn.

Jóhanna ólst upp á pólitísku heimili; amma hennar og nafna var í hópi brautryðjenda verkalýðsbaráttu á Íslandi. Hún settist fyrst á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og var lengi vel ein af fáum konum á Alþingi þar sem baráttumál hennar mættu misjöfnum skilningi. Árið 1987 varð Jóhanna fyrst ráðherra og ávann sér fljótt virðingu fyrir ósérplægni og hugsjónaeld. Hún var farin að huga að starfslokum þegar hún var kölluð til forystu eftir Hrun, varð formaður Samfylkingarinnar árið 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem stóð frammi fyrir geigvænlegri úrlausnarefnum en nokkur önnur ríkisstjórn lýðveldissögunnar.

Minn tími segir frá því sem gerðist á bak við tjöldin, harðvítugum átökum en líka kærleika og samkennd, sigrum og ósigrum. Hér er einnig lýst sálarstríðinu sem fylgdi því að elska aðra konu en geta ekki gert það fyrir allra augliti.

Páll Valsson hefur áður ritað fádæma vinsælar og efnisríkar ævisögur um Vigdísi Finnbogadóttur, Jónas Hallgrímsson og Egil Ólafsson.

5.190 kr.
Afhending