Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ingibjörg B. Frímannsdóttir

Mál er að mæla er kennslubók um framsögn og miðlun talaðs máls. Markmið bókarinnar er að gefa holl ráð um vandaðan framburð og leiðbeiningar um helstu þætti framsagnar. Sérstaklega er tekið á þáttum sem lúta að sjálfri röddinni, raddbeitingu og raddvernd. Kappkostað er að kenna lesendum að búa sig sem best undir munnlegan flutning, hvort sem um er að ræða fyrirlestra eða upplestur. Fjölmargar æfingar eru í bókinni sem ætlaðar eru til þjálfunar í framsögn og miðlun efnis.

Bókin er fyrir nemendur í framhaldsskólum og háskólum en er líka mjög gagnleg fleiri hópum, svo sem fólki í viðskiptalífinu, stjórnmálamönnum, prestum, fjölmiðlafólki, leikurum og fleirum.

Höfundur bókarinnar, Ingibjörg B. Frímannsdóttir, er lektor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands og hefur áralanga reynslu af kennslu talaðs máls og framsagnar.