







Veldu á milli klassísks nudds eða slökunarnudds í hlýlegu og friðsælu umhverfi. Við notum eingöngu hágæða sérvaldar og sérinnfluttar nuddolíur frá Neal's Yard í Covent Garden, London, sem tryggja algjöra slökun og vellíðan.
Lúxusnuddið okkar er einstök blanda af nuddmeðferð og andlitsdekurmeðferð með maska sem veitir húðinni næringu og ljóma. Fagmenntaðir sérfræðingar okkar sjá til þess að öll spenna hverfi á meðan hágæða maskar fríska upp á húðina. Þetta er hin fullkomna leið til að njóta lúxusar fyrir líkama, andlit og sál.
Að lokinni meðferð fær döman baðvörugjafasett frá Aromas Artesanales De Antigua að eigin vali, til að viðhalda vellíðaninni eftir heimsóknina.
Lúxusdekur fyrir hana – Dömu Valentínusar Lúxusnudd
16.800 kr.
Smáa Letrið
- Gjafaöskjuna þarf að sækja til BSV Skútuvogi 1F
- Mundu að taka inneignarmiðann með þér
Gildistími: 18.03.2025 - 18.03.2025