Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðný Einarsdóttir

Tónlistarævintýri fyrir börn og foreldra. Myndskreytt barnabók og geisladiskur þar sem sagan er lesin og tónlistin flutt. Sögumaður er Bergþór Pálsson.

Sagan gerist í orgelhúsinu þar sem orgelpípurnar búa og eru þær mjög mismunandi af stærð, útliti og hljómi. Það gengur á ýmsu og pípurnar fara að metast um mikilvægi sitt. Þetta veldur Oktavíu organista miklum vandræðum, ekki síst þegar ein söguhetjan ákveður að fara burt, þá verður uppnám í orgelhúsinu.

Sögunni er ætlað að kynna orgelið á skemmtilegan hátt fyrir börnum en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndskreytingar gerði Fanney Sizemore.